Dagskráliðurinn Dói Dýfir hefur heldur betur slegið í þáttunum GameTíví sem sýndir eru alla mánudaga. Þar dýfir Halldór Már, einnig þekktur sem Dói, ýmsu matarkyns í Voga-ídýfu og bragðar á.
Dói dýfði hráum lauk í Voga-ídýfu í GameTíví þætti gærkvöldsins og virtist ekki njóta þess. Kenningar eru um að Dói hafi lítið bragðskyn eftir að hann fékk Covid-19, en myndskeiðið virðist afsanna þá kenningu.