Íslenski streymirinn DjentlemanXIII er duglegur að streyma frá Twitch-rás sinni. Hann var með Hrekkjavöku-streymi síðastliðna Hrekkjavöku og náði áhorfandi hans að bregða honum.
Þegar DjentlemanXIII streymdi á Hrekkjavökunni bauð hann áhorfendum uppá þann möguleika að bregða honum með að gefa „bits“ í gegnum spjallið Twitch með þeim afleiðingum að hræðilegt hljóð heyrðist á streyminu.
Einn af áhorfendum hans gaf „bits“ sem framkallaði hátt hljóð og DjentlemanXIII brá verulega og datt næstum því úr stól sínum. Twitch-rás DjentlemanXIII má finna hér.