Gefa út nýtt lag fyrir heimsmeistaramótið

Skjáskot úr myndbandi lagsins Die for you sem er flutt …
Skjáskot úr myndbandi lagsins Die for you sem er flutt af Grabbitz. Skjáskot/Youtube/Valorant

Heimsmeistaramótið í Valorant hefst í næstu viku og hefur Riot Games nú gefið út lag í tilefni mótsins. Sextán lið munu keppast um að vera fyrstu heimsmeistarar sögunnar í leiknum Valorant og er spennan fyrir mótinu gífurleg.

Lagið sem gefið hefur verið út í tilefni heimsmeistaramótsins ber nafnið „Die for you“ og er flutt af Grabbitz.

Myndbandið er stórkostlegt, en í því má sjá karakterana Brimstone, Sage og Phoenix reyna að aftengja sprengju í kortinu Split. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert