Málaði sig sem Gamora fyrir leikinn

Olalitla96 að spila Marvels Guardians of the Galaxy máluð sem …
Olalitla96 að spila Marvels Guardians of the Galaxy máluð sem Gamora. Skjáskot/Twitch/Olalitla96

Streymirinn olalitla96 prófaði nýja tölvuleikinn Marvels Guardians of the Galaxy í fyrradag og málaði sig sem persónan Gamora úr leiknum í tilefni þess.

Ekki í fyrsta skiptið

Streymdi hún frá því þegar hún, í dulgervi Gamoru, spilaði tölvuleikinn og er því tilvalið fyrir áhugasama að kíkja á streymið til þess að kanna hvað gengur á í þessum tölvuleik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem olaliltla96 málar sig fyrir streymi en hún er menntaður förðunarfræðingur og hefur meðal annars málað sig sem Pikachu og Köngulóarmanninn. Mbl.is hefur áður fjallað um olulitlu96 og var það einmitt vegna þessa.

Leist vel á hann

Óla segir í samtali við mbl.is að henni hafi litist vel á leikinn og þyki hann mjög góður, hún telur jafnframt að hún muni streyma aftur frá honum í dag.

Hér að neðan má horfa á streymið hennar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert