SAGA esports leið vel í Nuke

ADHD stóð sig vel á móti Fylki í gærkvöldi.
ADHD stóð sig vel á móti Fylki í gærkvöldi. Grafík/Vodafonedeildin

Fylkir og SAGA esports mættust í fyrsta leik sjöundu umferðar í Vodafonedeildinni í Counter-Strike:Global Offensive. SAGA esports vann þægilegan sigur á Fylki í heldur óspennandi leik.

Mistök að hleypa SAGA í Nuke

Fyrir leik voru Fylkir í sjöunda sæti með tvö stig, en SAGA í því sjötta með fjögur stig. Leikmenn Fylkis sem mættu í Nuke í gær voru Andri2k, Jolli, K-DOT, Vikki og Pat. Hjá SAGA esports voru það ADHD, Pandaz, Criis, brnr og DOM sem mættu til leiks.

Eins og fyrr segir varð kortið Nuke fyrir valinu og er haft eftir Tómasi „izedi“ Jóhannssyni, einum af lýsendum deildarinnar, að það hafi verið mistök af hálfu Fylkis að leyfa SAGA esports að spila í Nuke vegna þess hve góðir þeir séu í því korti.

Fylkir komu stöðunni í 3-2 í upphafi leiks, en gengi Fylkis fór niður á við eftir það. Staðan var 10-5 í hálfleik fyrir SAGA og var ljóst að Fylkir þurfti að gefa verulega í ætluðu þeir að eiga möguleika á að sigra leikinn.

Lið SAGA esports í Vodafonedeildinni.
Lið SAGA esports í Vodafonedeildinni. Grafík/Vodafonedeildin

11 lotna sigur staðreynd

Þeir gerðu það hinsvegar ekki, og SAGA sigraði sex lotur í röð í síðari hálfleik og lauk leiknum með 16-5 sigri SAGA. Virkilega vel spilað hjá SAGA, en voru þeir sterkir í leiknum og virtist Fylkir ekki hafa nein svör við því sem SAGA var að gera.

Leikur Fylkis og SAGA var óspennandi og má segja að SAGA esports hafi valtað yfir Fylki í þægilegum leik. Izedi hafði því rétt fyrir sér þegar hann benti á að SAGA esports eru sterkir í kortinu Nuke, enda áttu Fylkir aldrei möguleika á sigri.

Fylkir eru að dragast aftur úr þegar litið er á stöðutöfluna en þeir eru nú í sjöunda sæti, fjórum stigum á eftir sjötta sætinu. SAGA jöfnuðu Vallea og Ármann stigum, en bæði lið eiga þó leik til góða.

Næsti leikur Fylkis er á móti stigalausu liði Kórdrengja næsta þriðjudag, en næsti leikur SAGA er á móti XY föstudaginn 3. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert