Xbox sendir gjafir til aðdáenda

Xbox sendir aðdáendum sínum gjafir heim að dyrum til fögnuðar …
Xbox sendir aðdáendum sínum gjafir heim að dyrum til fögnuðar 20 ára afmæli síns. Skjáskot/Twitter/AlanKnghtmre

Xbox sendir handahófskenndum aðdáendum sem skráðu sig á Xbox Fanfest gjafir heim að dyrum til fögnuðar 20 ára afmæli Xbox.

Fengu aðdáendurnir pakka frá Xbox sem innihélt Halo sérútgáfuna af Xbox Series X/S fjarstýringu, tólf mánaða áskrift að Xbox Game Pass Ultimate ásamt stórri kristalstyttu.

Ígrafin kristalstytta

Styttan er ferhyrnd og merkt 20 ára afmæli Xbox ásamt því að rafheiti hvers einstaklings fyrir sig er grafið í styttuna.

Hafa margir hverjir deilt gleðinni með vinum sínum í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter með tilheyrandi myndum af gjöfinni sem og þakklætisyfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert