Blizzard varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum

Skjáskot/youtube.com/BlizzardEntertainment

Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard varð fyrir netárás í gær. Færslur frá Blizzard á samfélagsmiðlum benda til þess árásinni hafi lokið rétt eftir miðnætti í nótt.

Notendur leikjaveitunnar Battle.net, sem er á vegum Blizzard, áttu margir í erfiðleikum með að skrá sig inn á veituna í gærkvöldi. Á leikjaveitunni eru m.a. vinsælu leikirnir Call of Duty og World of Warcraft.

Urðu fyrir DDoS-árás

Blizzard setti inn færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem þeir greina frá því að þeir hafi verið fyrir DDoS-árás og unnu að því að stöðva hana. Rétt eftir miðnætti birtist svo önnur færsla þar sem lesendum er tjáð að árásin sé nú yfirstaðin. 

Fyrirtæki Blizzard hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur vegna ásakana um kynferðisofbeldi innan deilda fyrirtækisins. Það er því ekki ólíklegt að einhver ósáttur notandi hafi staðið á bakvið árásina, en ekki hefur verið tilkynnt nánar frá því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert