Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games hefur verið að gefa tölvuleiki vikulega frá því að vefverslunin Epic Games Store fór í loftið í desember 2018.
Tölvuleikirnir sem eru gjaldfrjálsir frá deginum í dag fram að 2. desember eru theHunter: Call of the Wild, sem er veiðileikur þar sem þú hefur kost á að fara á gæs eða annað slíkt í þessum raunverulega tölvuleik.
„Þú getur farið einn að veiða eða farið að veiða með vinum þínum. Mundu bara að þú ert ekki gestur í þessum heim, þú ert lifandi hlutur af heildinni," stendur um leikinn á vefsíðu Epic Games.
Seinni valkosturinn sem Epic Games býður upp á gjaldfrjálsan í þessarri viku eru 1090 gimsteinar til þess að nota í tölvuleiknum Antstream en þar eru ýmsir spilasalaleikir og fleira skemmtilegt sem kostar gimsteina.
Epic Games gaf 103 tölvuleiki árið 2020 að andvirði 316,665 íslenskra króna í heildina en í gegnum þennan hlekk má finna tölvuleikina frá Epic Games.