Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tölvuspilasali í Japan þar sem landið hefur lokað fyrir ferðamenn og hefur aðsóknin í salina snarminnkað við það.
Tölvuspilasalir í Japan loka hverjir á eftir öðrum en fyrr á árinu sagði Yasushi Fukamachi, framkvæmdastjóri tölvispilasalsins Mikado í Japan, að tekjur hafi minnkað um meir en helming samkvæmt Kotaku.
Síðastliðna tvo mánuði, frá 1. október til dagsins í dag, hafa tuttugu tölvuspilasalir í Japan lokað vegna faraldursins en megnið af þeim sölum voru staðsettir í verslunarmiðstöðvum eða minni bæjarfélögum.
Aftur á móti hafa fjórir nýjir spilasalir opnað og meðal þeirra er nýji Sega Ikebukuro salurinn en þrátt fyrir fjóra nýja staði er Japan samt sextán tölvuleikjaspilasölum færri á einungis tveimur mánuðum.
Japan hefur lengi verið þekkt fyrir framúrskarandi spilasali og tölvuleikjamenningu og verður því áhugavert að fylgjast með framvindu þessa.