Tölvuleikjafyrirtækið Valve hefur nú tekið ákvörðun um að banna filipínska rafíþróttafélagið OMEGA frá öllum mótum og keppnum á þeirra vegum. OMEGA teflir fram liði í leiknum Dota 2, en liðið braut alvarlega af sér og var bannað í kjölfarið.
Valve tók ákvörðun um að banna liðið OMEGA eftir að liðið var staðið að verki við að brjóta alvarlega af sér. Liðið tók þátt í „matchfixing“ sem snýst um að spila leik með þeim tilgangi að ná fyrirfram ákveðnum úrslitum, t.d. tapa leik viljandi vegna veðmála til þess að geta hagnast á því.
Tölvuleikjaiðnaðurinn tekur hart á slíkum málum, enda skapa slík athæfi ósanngjarnarnt keppnisumhverfi.
Bannið nær til allra leikmanna sem tóku þátt er atvikið átti sér stað, en einhverjir þeirra eru ekki hluti af núverandi leikmannahópi OMEGA. Leikmennirnir sem hafa verið bannaðir frá öllum mótum og keppnum á vegum Valve eru Hiro, Prince, Piolz, Zenki, Van og Cty.
Ásamt því að leikmennirnir sem tóku þátt í athæfinu fá bann, missir OMEGA sæti sitt í DPC SEA-deildinni í Dota 2.
Rafíþróttafélagið OMEGA sendi frá sér tilkynningu í kjölfar bannsins þar sem þeir segjast ekki hafa tekið þátt í athæfinu, og styðji ekki neitt slíkt né svindl.