Myndband var birt á opinera Twitter-aðgangi evrópsku deildarkeppninnar í League of Legends þar sem þekktu lýsendurnir Vedius og Drake eru að horfa á Arcane þáttaröðina, rökræða svo um aðalpersónurnar en taka að lokum lagið og rappa fyrir áhorfendur.
Arcane þáttaröðin hefur náð gífurlegum vinsældum og kom sér á lista yfir mesta áhorfið á einungis nokkrum dögum. Nú þegar hefur Riot Games staðfest að önnur sería af Arcane muni koma út og sé í bígerð.
Mikil vinna hefur verið lögð í myndbandið sem og lagið en er það fullkomnlega í samræmi við útgefið efni frá Riot Games, sem stendur fyrir tölvuleiknum League of Legends og keppnissenunni, því fyrirtækið er vel þekkt fyrir að gefa út hágæða mynd- og skemmtiefni.
Hér að neðan má horfa á myndbandið og hlusta á lýsendurna rappa.