Leikjaveitan Steam hefur nú hafið haustútsölu á veitu sinni. Útsalan hófst síðastliðinn miðvikudag og lýkur henni þann 1. desember. Fjölmargir leikir eru á útsölu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi með góðum afslætti.
Útsölur eru skipulagðar allar ársins hring á Steam, og er haustútsalan haldin á hverju ári. Steam býður uppá kaup á mörgum leikjum, en í febrúar á þessu ári voru 50 þúsund leikir í boði á veitunni.
Eru afslættirnir mismunandi eftir leikjum, sumir leikir eru aðeins á 20% afslætti á meðan aðrir eru á 75% afslætti. Ásamt því að einstakir leikir eru á útsölu, eru einnig hægt að fjárfesta í heilu leikjaröðunum með miklum afslætti. Hægt er að skoða alla leiki á afslætti á söluvef Steam.