Útbrenndur Counter-Strike leikmaður tjáir sig um mikilvægi andlegrar heilsu í myndbandi frá We.Care sem birt var á Twitter-aðganginum Mental Health For Gamers.
Kjaerby er danskur 23 ára gamall rafíþróttamaður en hann á sjö ára keppnisferil að baki sér og hefur spilað með mörgum góðum liðum.
Hann lagði músina á hilluna síðastliðinn júní og var það vegna skorts á hvatningu.
„Þú getur verið í jarðarför hjá einhverjum nákomnum fjölskyldumeðlim en þurft samt að fara og taka þátt í móti vegna þess að það er enginn sem getur hoppað í skarðið fyrir þig og eins vegna reglugerða,“ segir Kjaerby og segir frá sinni reynslu af kulnun í keppnissenu Counter-Strikes ásamt því hvaða áhrif það hafði á hann persónulega.
Kjaerby á ótrúlega farsælan feril að baki í keppnissenu Counter-Strike og hefur unnið fjölda keppna ásamt því að hafa keppt með mörgum góðum liðum í leiknum. Nefna má að Kjaerby hefur spilað með Astralis, FaZe Clan, Team Dignitas og Copenhagen Wolves.
Hefur hann þénað 623,983 bandaríkjadali á keppnisferil sínum en það eru 81,3 milljónir íslenskra króna.