Tölvuleikjastreymirinn bbjess óskar eftir fjárhagsaðstoð þar sem að streymisveitan Twitch hafi ekki borgað sér þúsundir bandaríkjadala sem hún hafði unnið sér inn í gegnum veituna.
Hún hóf streymisferil sinn eftir að heimsfaraldurinn skall á og varð fljótlega vinsæl á streymisveitunni en þrátt fyrir að vera með vinsælustu streymurunum hefur Twitch ekki greitt henni fyrir október mánuðinn.
I need your help. I need your voices.@Twitch owes me tens of thousands of dollars. My payout method is good. How can a company get away with not paying its employees? @TwitchSupport @zachbussey @PhillyD
— bbjess (@bbjessTTV) November 20, 2021
I'm not the only streamer who hasn't been paid. #TwitchDoBetter pic.twitter.com/GhmiGmYRUa
Bbjess tísti frá því að streymisveitan Twitch skuldi sér „tugi þúsunda bandaríkjadala“ og þrátt fyrir að útborgunarupplýsingar hennar standist allar kröfur þá hefur Twitch ekki greitt henni það sem veitunni ber að greiða.
Samkvæmt fraghero hefur bbjess sagt að seinagangur greiðslunnar gæti tengst því að hún varð bönnuð í sólarhring nýlega á Twitch vegna broskarls sem þótti of kynferðislegur fyrir streymisveituna.