Segir Twitch skulda sér þúsundir

Skjáskot úr streymi frá bbjess.
Skjáskot úr streymi frá bbjess. Skjáskot/Twitch/bbjess

Tölvuleikjastreymirinn bbjess óskar eftir fjárhagsaðstoð þar sem að streymisveitan Twitch hafi ekki borgað sér þúsundir bandaríkjadala sem hún hafði unnið sér inn í gegnum veituna.

Hún hóf streymisferil sinn eftir að heimsfaraldurinn skall á og varð fljótlega vinsæl á streymisveitunni en þrátt fyrir að vera með vinsælustu streymurunum hefur Twitch ekki greitt henni fyrir október mánuðinn.

Gæti tengst banninu

Bbjess tísti frá því að streymisveitan Twitch skuldi sér „tugi þúsunda bandaríkjadala“ og þrátt fyrir að útborgunarupplýsingar hennar standist allar kröfur þá hefur Twitch ekki greitt henni það sem veitunni ber að greiða.

Samkvæmt fraghero hefur bbjess sagt að seinagangur greiðslunnar gæti tengst því að hún varð bönnuð í sólarhring nýlega á Twitch vegna broskarls sem þótti of kynferðislegur fyrir streymisveituna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert