Efnishöfundurinn Disguised Toast snýr aftur í sviðsljósið á streymisveitunni Twitch eftir að hafa verið á Facebook Gaming í tvö ár.
Disguised Toast hóf streymisferilinn sinn á Twitch árið 2015 en sagði skilið veituna þegar að honum bauðst þrjátíu sinnum hærri tekjur í gegnum Facebok Gaming samkvæmt Toast. Hann hefur nú snúið aftur að streymisveitunni Twitch og tilkynnir það með því að tísta myndbandi.
„Ég bjóst ekki við því að vera kominn hingað aftur svona skyndilega, en hér erum við, tvö ár, tími fyrir nýjan vettvang,“ segir Toast í myndbandinu sem fylgdi tilkynningunni á Twitter.
Í myndbandinu gengur Toast að auðu borði með gráa og fjólubláa Twitch íþróttatösku og sækir sér köku sem geymd var í töskunni.
„Veistu, hér hefur mér alltaf fundist ég eiga heima. Fullt af áhorfendum og aðdáendum fylgjast með mér á þessum vettvangi og þetta kemur bara allt heim og saman, þú skilur.“
Disguised Toast er með yfir tvær milljónir fylgjenda á Twitch og streymir hann þar frá sér að spila ýmsa og fjölbreytta leiki á borð við Hearthstone, Teamfight Tactics og Amongs Us ásamt því að spjalla einstaka sinnum við áhorfendurnar undir „Bara spjall“ (e. Just Chatting) efnisflokknum.