Spilaðu Squid Games í CS:GO

Gabe Follower endurhannaði kort í Counter-Strike svo hægt er að …
Gabe Follower endurhannaði kort í Counter-Strike svo hægt er að spila Squid Game leiki þar. Skjáskot/Twitter/Gabe Follower

Forritarinn og tölvuleikjaunnandinn Gabe Follower hannaði kort í Counter-Strike: Global Offensive á þann máta að leikurinn tekur á sig mynd vinsælu þáttaraðanna Squid Game sem horfa má á Netflix.

Tísti hann myndbandi sem sýnir leikjaspilun tölvuleiksins CS:GO eftir að hann breytti honum í Squid Game og gefst þá leikmönnum þá kostur á að upplifa alla leikina sem finnast í þáttunum. Má nefna að hægt er að skera köku, spila dimmalimm og fleira.

Segir Follower í tístinu að þetta hafi tekið nokkra mánuði í bígerð en sé fullbúið núna og býður áhugasömum að sækja kortið, sem býður upp á þessa Squid Game eiginleika, í gegnum Steam.

Hér að neðan má horfa á myndbandið sem Follower birti á Twitter af þessu verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert