Fimmtán ný svæði í Caldera

Call of Duty fær nýtt kort til þess að spila …
Call of Duty fær nýtt kort til þess að spila á. Grafík/Activision Blizzard

Fimmtán ný svæði í kort­inu Caldera í tölvu­leikn­um Warzo­ne hafa verið op­in­beruð fyr­ir út­gáfu korts­ins.

Nýja kortið, sem verður gefið út og spil­an­legt þann 8. des­em­ber fyr­ir leik­menn Call of Duty: Vangu­ard og þann næsta dag fyr­ir Warzo­ne leik­menn, mun koma í staðinn fyr­ir aust­ur evr­ópska kortið Ver­d­ansk og þá hleypa leik­mönn­um til kyrra­hafs­eyj­unn­ar Caldera.

Caldera býður upp á bæði inn­an­hús sem ut­an­húss bar­daga­svæði en lengra inn í land­inu er þyrp­ing stórra bygg­inga. Eins finn­ast strend­ur og fiskiþorp úr bambus ná­lægt ósnert­um frum­skógi flug­braut­ar­inn­ar.

Einnig verður hægt að spila á forn­leif­astað sem inni­held­ur leif­ar af mann­virkj­um í frum­skóg­in­um og má finna þar fleiri óvænta hluti á borð við nátt­úru­laug­ar og hveri.

TechCodex grein­ir frá þessu og má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar þar um kortið ásamt mynd­um af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert