Sting tekur lagið á The Game Awards

Sting
Sting AFP

Fyrsta tón­list­ar­atriðið fyr­ir The Game Aw­ards sem fer fram þann 9. des­em­ber hef­ur verið op­in­berað og mun tón­list­armaður­inn Sting taka lagið What Could Have Been úr þáttaserí­unni Arca­ne.

Sem fyrr seg­ir mun Sting syngja lag úr þáttaserí­unni Arca­ne en hún var gef­in út af tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu Riot Games og gef­ur þáttaserí­an áhorf­end­um betri inn­sýn inn í heim League of Le­g­ends, Ru­neterra.

Það set­ur Sting í hóp lista­manna sem hef­ur verið í sam­starfið við Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Riot Games og nefna má lista­menn Pusha T, Imag­ine Dragons og fleiri.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á techcodex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert