Ward B, þróunaraðilar væntanlega fyrstu persónu skotleiksins Oceanic, ásaka rússneska vopnaframleiðandann Kalashnikov um að stela vopnahönnun þeirra af haglabyssu og að selja hana í atvinnuskyni.
Í viðtali við IGN segir framkvæmdastjóri Ward B, Marcellino Sauceda, að snemma á síðasta ári hafi talsmaður Kalashnikov haft samband við Ward B og sagt að fyrirtækið væri mjög hrifið að vopnahönnun stúdíósins og vildi fara í samstarf.
Samstarfið sneri þá að því að breyta innanleikjar haglabyssunni Mastodon í haglabyssu í raunheimum og segir Ward B að þeim hafi verið lofað full heimild með einkennismerki á vopninu og að þrjár fullbúnar haglabyssur yrðu sendar á skrifstofu þeirra.
Stúdíóið var því mjög spennt að hefja samstarf og skrifa undir samninginn en Sauceda segir að þegar kom að því að skrifa undir hann þá mættu aldrei fulltrúar Kalashnikov og enginn frekari samskipti á milli þeirra áttu sér stað.
Var því Sauceda hissa þegar hann sér Kalashnikov birta þeirra eigin „vopnahönnun“ þar sem hann upplifði að umrædd byssa líkist Mastodon talsvert, nema án allrar heimildar og samstarfs.
Hér að neðan má sjá hvernig Mastodon byssan lítur út, hönnuð af listamanninum Gankhulug Narandavaa.
Hér að neðan má sjá hvernig haglabyssan MP-155 Ultima lítur út, frá vopnaframleiðandanum Kalashnikov en gengur fyrirtækið svo langt að segja að byssan sé innblásin af tölvuleikjum.
Þrátt fyrir að vera ekki nákvæmlega eins telur Ward B að byssan sé stolin, ekki einungis vegna bréfaskiptanna þeirra heldur eru það einnig einkennisþættir Mastodon byssunar sem finnast á Ultima. Eru það „ákvarðanir sem teknar voru af fagurfræðilegum ástæðum í Oceanic, en hafa engan hagnýtan tilgang í raunheimum.“
Nánar um þetta má lesa hjá IGN ásamt því að þar má finna fleiri myndir og myndbönd af byssunum.