Hátíðarlína Cloud9 komin í sölu

Cloud9 fer af stað með hátíðslínu af skemmtilegum varning.
Cloud9 fer af stað með hátíðslínu af skemmtilegum varning. Skjáskot/Cloud9

Rafíþróttaliðið Cloud9 heldur áfram að auglýsa nýjan varning og er nýjasta vörulínan þeirra, hátíðarlínan, komin í sölu á vefverslun Cloud9.

Cloud9 hóf nýlega samstarf við IMPS og fóru þá af stað með strumpa fatalínu en hátíðarlínan, sem auglýst var í gær, hefur að geyma fjölbreyttara úrval af varning.

Hafðu það huggulegt með Cloud9

Hátíðarlínan býður upp á sérstaka Cloud9 jólapeysu ásamt stórum svörtum drykkjarbolla með mynd af einkennismerki liðsins framan á en merkið litast blátt þegar það hitnar. Huggulegheitin enda ekki hérna en Cloud9 býður einnig upp á sérmerkt flísteppi til þess að kúra sig með og hægt að versla LED-lampa í formi einkennismerki liðsins.

Umgjörð fyrir bílnúmeraplötuna

Eins eru sérstakir Dungeons & Dragons teningar í boði ásamt jólakúlu sem hægt er að hengja á jólatréð. Sérstakur bílailmgjafi er einnig í boði í gegnum vefverslunina fyrir bílaeigendur ásamt merktri umgjörð fyrir bílnúmeraplötur. 

Hægt er að skoða vefverslun liðsins með því að ýta á þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert