Maðurinn sem hannaði og bjó til NES og SNES leikjatölvurnar, Masayuki Uemura, lést 78 ára gamall á mánudaginn.
Uemure hóf störf hjá Nintendo árið 1972 og aðstoðaði upprunalega við að þróa ljósbyssuleiki fyrir fyrirtækið, meðal annars Laser Clay Shooting System sem var mjög vinsæll í japönskum spilasölum snemma á áttunda áratugnum.
Þegar Nintendo var skipt í aðskildar rannsóknar- og þróunardeildir var Uemura settur yfir R&D2, deildina sem ber ábyrgð á að búa til vélbúnað Nintendo, þar stýrði hann þróun á fjórum litasjónvarpsleikjatölvum. Það voru sérstök tæki með innbyggðum leikjum.
Kvöld eitt árið 1981 fékk Uemura símtal frá Hiroshi Yamauchi, forseta Nintendo. Í viðtali hjá Iwata Asks árið 2010 útskýrði Uemura að Game & Watch, sem búið var til af Gunpei Yokoi teyminu hjá Nintendo R&D1, væri vinsælasta vara Nintendo á þeim tíma.
„Fjöldi starfsmanna var að aukast. Á meðan var ég með R&D2 deildina, en henni fór fækkandi, svo ég hafði nægan tíma á höndunum og var að fara heim frekar snemma,“ sagði Uemura.
„Það var í rauninni ekkert að gera. Ég velti því jafnvel fyrir mér hvort Yamauchi hefði hringt í mig af tillitssemi við það. Hann sagði að það næsta væri tölvuleikir til að spila á heimasjónvarpstækjum og spurði hvort deildin mín myndi þróa þá.“
Eftir tvö ár hafði Uemura og teymið hans búið til það sem Yamauchi bað um, fjölskyldutölvuna eða Famicom. Átta bita leikjatölva Nintendo gat spilað skiptanleg skothylki og kom á markað með þremur leikjum: Donkey Kong, Donkey Kong Jr og Popeye.
Eftir erfiða byrjun þurfti Nintendo að kalla inn vöruna að fullu og skipta um móðurborðin því að fyrstu einingarnar áttu það til að hrynja. Eftir að skipt var um móðurborð náði Famicom miklum árangri í Japan og seldi að lokum næstum því 20 milljónir leikjatölva aðeins í Japan.
R&D2 teymi Uemura var einnig ábyrgt fyrir vestrænni endurhönnun Famicom, sem var endurnefnt Nintendo Entertainment System. NES sló í gegn um allan heim og samanlagt seldust Famicom og NES í 61,91 milljónum eintökum.
Í kjölfar velgengni 8-bita leikjatölvunnar, fól Nintendo síðan Uemura að leiða stofnun arftaka sinnar. Niðurstaðan var Super Famicom / SNES og seldi þá Nintendo 49 milljónir eintaka til viðbótar um allan heim.
Hann framleiddi einnig fjölda NES leikja, þar á meðal Ice Climber, Golf, Tennis, Baseball og heimahafnir Donkey Kong, Donkey Kong Jr og Mario Bros.
Uemura lét af störfum hjá Nintendo árið 2004, en hélt áfram að vinna með fyrirtækinu sem ráðgjafi.
Hann varð síðan forstöðumaður Ritsumeikan háskólasetursins í leikjafræði og gestaprófessor við háskóla myndrænna lista og vísinda, College of Image Arts and Sciences. Haft eftir VGC.