Fyrsta heimsmeistaramótinu í leiknum Valorant fer að líða undir lok. Um helgina kemur í ljós hverjir verða fyrstu heimsmeistararnir. Nú eru aðeins sex lið eftir sem öll eiga möguleika.
Mótið Valorant Champions, eða heimsmeistaramótið í Valorant, hófst þann 1. desember síðastliðinn. Sextán lið mættu til leiks í upphafi, en eftir standa sex lið. Hófst mótið á riðlakeppni, þar sem efstu tvö lið hvers riðils héldu áfram í úrslitakeppni.
Átta lið komust því áfram í úrslitakeppnina. Það voru liðin Acend, Team Liquid, Gambit Esports og Fnatic sem unnu sína riðla, og X10 CRIT, KRÜ Esports, Team Secret og Cloud9 sem lentu í öðru sæti í sínum riðlum.
Nú þegar hafa fyrri tvær viðureignir fjórðungsúrslita verið leiknar. Það voru Acend og Team Liquid sem unnu fyrri viðureignir fjórðungsúrslita, og mætast liðin í fyrri undanúrslitaviðureign.
Síðari tvær viðureignir fjórðungsúrslita verða leiknar í dag. Fyrst mætast Gambit Esports og X10 CRIT, og í kjölfarið Fnatic og KRÜ Esports. Sigurvegarar þessara viðureigna mætast svo í seinni undanúrslitaviðureign.
Undanúrslitaviðureignirnar verða leiknar á laugardaginn, og munu sigurvegarar þeirra viðureigna svo mætast í úrslitaviðureign á sunnudaginn. Ljóst er að mikið er undir hjá liðunum, sem nú keppast um fyrsta heimsmeistaratitil leiksins Valorant.
Hægt er að fylgjast með öllum viðureignum mótsins á Twitch rás Valorant, en úrslit, stöðu leikja og næstu leiki er hægt að finna hér.