Jólaviðburður til styrktar góðgerðarsamtaka

Skjáskot/Youtube/Discord

Spjallrásaforritið Discord hefur blásið til jólaviðburðarins Snowsgiving. Viðburðurinn er nú í fullum gangi, en notendur forritsins eiga möguleika á glaðningi í desembermánuði. Með viðburðinum styrkir Discord góðgerðarsamtök.

Snowsgiving gefur notendum Discord kleift að taka þátt í keppnum og gjafaleikjum, ásamt því að allir notendur fá glaðning daglega í átta daga frá forritinu. Er þetta í fimmta skipti sem Snowsgiving er haldið.

Styrkja góðgerðasamtök 

„Eins og venjulega gefum við af okkur með því að styrkja góðgerðarsamtök sem gera heiminn að betri stað. Öllum er velkomið að taka þátt með okkur,“ segir í lýsingu viðburðarins.

Nú þegar hafa verið opnaðir þrír dagar af átta, sem innihalda glaðninga fyrir notendur. Vefverslun sem inniheldur varning frá Discord hefur verið opnuð, en þar getur hver sem er fjárfest í ýmsum varningi.

Allur ágóði sölu vefverslunarinnar rennur beint til góðgerðarsamtaka. Nú þegar hafa safnast tæpar 67 milljónir íslenskra króna.

Fylgstu með viðburðinum og sjáðu nýja glaðninga næstu fimm daga á vefsíðu Snowsgiving.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert