Bananar, ELKO og Advania Firmamótsmeistarar

Grafík/Elko

Firmamótinu, rafíþróttamóti fyrirtækja, er nú lokið. Þrjú fyrirtæki stóðu uppi sem sigurvegarar, en leikið var í þremur leikjum á mótinu, og fóru úrslit allra leikja fram í gær.

Bananar aðeins betri

Það voru fyrirtækin Bananar og Smárabíó sem riðu á vaðið í leiknum FIFA, en það var fyrsti leikur kvöldsins. Einn leikmaður spilaði frá hönd síns fyrirtækis í FIFA hluta mótsins, og voru leiknir tveir leikir þar sem heildarmarkatala var tekin saman til að ákvarða úrslit. Lýsendur FIFA hlutans voru þeir Ómar og Alexander.

Fyrri leikur fyrirtækjanna var rólegur og ekki mikið um mörk. Seinni leikurinn var hinsvegar allt öðruvísi og var leikurinn spennandi og voru mörg mörk skoruð. Heildarmarkatalan var 6-5 Bönönum í hag, sem þýðir að Bananar eru Firmamótsmeistarar í FIFA. 

ELKO númeri of sterkir fyrir NetApp

Næst mættust ELKO og NetApp í leiknum Rocket League. Þrír leikmenn voru í hvoru liði og var úrslitaviðureignin best-af-fimm. Lýsendur Rocket League hlutans voru þeir Andri og Guðmundur.

NetApp byrjuðu betur og sigruðu fyrsta leik viðureignarinnar og leit út fyrir að fyrirtækið ætlaði alla leið. ELKO voru hinsvegar ekki tilbúnir að lúta í lægra haldi og sigruðu þrjá leiki í röð. Úrslitaviðureigninni lauk með 3-1 sigri ELKO, og eru þar af leiðandi Firmamótsmeistarar í Rocket League.

Þægilegt hjá Advania

Þriðji og síðast leikurinn var Counter-Strike: Global Offensive. Þar mættust fyrirtækin Advania og Vodafone í best-af-3 úrslitaviðureign. Lýsendur Counter-Strike: Global Offensive hlutans voru þeir Bjarni og Gísli.

Fyrsti leikur liðanna var í kortinu Overpass, þar sem Vodafone áttu aldrei séns á móti Advania. Lauk fyrsta leiknum með 16-5 sigri Advania. 

Seinni leikurinn var leikinn í kortin Inferno, og var sagan ekki sú sama og í fyrri leik. Leikurinn var spennandi og fór í framlengingu, en aftur voru það Advania sem stóðu uppi sem sigurvegarar og luku leik með 19-16 sigri. Advania tryggðu sér þannig titilinn Firmamótsmeistarar í Counter-Strike: Global Offensive.

Lindex og ELKO voru styrktaraðilar mótsins, en mótið var haldið í samstarfi með Rafíþróttasamtökum Íslands og Arena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert