Rafíþróttafélagið G2 hefur nú nælt sér í ungan rússneskan leikmann sem viðbót í Counter-Strike: Global lið félagsins. Leikmaðurinn kemur frá ungmennaliði NAVI, sem hefur gert það gott í rafíþróttasenu ungmenna undanfarið.
Leikmaðurinn sem um ræðir eru Ilya „m0NESY“ Osipov og er aðeins 16 ára gamall. Hann hefur nú skrifað undir samning hjá G2, sem er þriðja besta lið heims.
Fyrir stuttu tilkynnti NAVI að m0NESY væri laus undan samningi hjá þeim, svo ekki kemur á óvart að stórt lið eins og G2 hafi nælt sér í leikmannin unga.
Leikmaðurinn ungi er gríðarlega efnilegur sem kemur úr ungmennaliðinu NAVI Junior. Verður forvitnilegt að fylgjast með honum spila á móti bestu liðum heims með nýja liði sínu, G2.
M0NESY spilar AWP stöðu leiksins, og hefur G2 átt erfitt með að fylla í þá stöðu eftir að AWP leikmaðurinn KennyS var færður á bekkinn fyrr á árinu. Virðist m0NESY því vera viðbótin sem liðinu vantaði.