Pikachu fer í jólabúninginn

Pikachu fer í jólabúning á jólaviðburði Pokémon UNITE.
Pikachu fer í jólabúning á jólaviðburði Pokémon UNITE. Skjáskot/Youtube/Pokémon UNITE

Margir leikjaframleiðendur innleiða jólaþema í leiki sína þegar líða fer að jólum. Pokémon UNITE, sem kom út síðastliðið sumar, er einn þeirra leikja sem hefur kynnt jólaviðburð sem hefst um miðjan desember.

Nýr Pokémoni og jólaþema

Fyrr í vikunni kynnti Pokémon UNITE til leiks jólaviðburð sinn sem hefst þann 15. desember næstkomandi og stendur yfir í mánuð. Viðburðurinn inniheldur nýja leikborðið Holowear ásamt nýja Pokémoninn Dragonite.

Á viðburðinum verður hægt að fjárfesta og vinna sér inn ýmsa nýja aukahluti, ásamt því að eldri Pokémonar, s.s. Pikachu, Snorlax og Mr.Mime, fá hátíðlega yfirhalningu. Leikvöllur leiksins fær einnig að njóta og fer í jólabúning.

Einnig bætist við nýtt leiksnið, þar sem leikmenn fara í snjókast við snjókarla.

Leikmenn á bæði farsíma og Nintendo Switch munu geta notið góðs af því sem jólaviðburðurinn hefur uppá að bjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert