Rifta samningi Midgard

Heiðar Flóvent „Midgard“ Friðriksson nú fyrrum leikmaður Dusty.
Heiðar Flóvent „Midgard“ Friðriksson nú fyrrum leikmaður Dusty. Grafík/Stórmeistaramótið

Leikmaðurinn Heiðar Flóvent „Midgard“ Friðriksson og rafíþróttafélagið Dusty hafa komist að samkomulagi um riftun samnings. Midgard lék með Counter-Strike: Global Offensive liði Dusty.

Midgard gekk til liðs við Dusty síðasta sumar og hafði leikið með liðinu síðan þá, m.a. í íslensku Vodafonedeildinni.

Ekki er ljóst hvert framhaldið verður hjá Midgard, en í tilkynningu Dusty óska þeim honum góðs gengis í framtíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert