Samvinnu- og ævintýraleikurinn It Takes Two sem gefinn var út af sænska stúdíóinu, Hazelight Studios, vann til verðlauna á The Game Awards sem leikur ársins en alls voru sex leikir tilnefndir til þessa. Auk It Takes Two voru leikirnir Deathloop, Resident Evil Village, Psychonauts 2, Metroid Dead og Rachet & Clank: Rift Apart tilnefndir sem leikur ársins.
Josef Fares, framkvæmdastjóri Hazelight Studios, þáði verðlaunin en gaf ekki ásættanlega jarmræðu eins og árið 2017 þegar hann sagði „til fjandans með Óskarinn“ á The Game Awards. Í ár lýsti hann aðeins yfir þakklæti sínu yfir teyminu í Hazelight og tileinkaði verðlaununum dætrum sínum. Hér að neðan má sjá jarmvænu ræðuna hans frá því árið 2017.
It Takes Two er einstakur leikur en hann hann byggir á samspili tveggja leikmanna sem innanleikjar eru Cody og May, tilvonandi skilnaðarforeldrar. Dóttir þeirra er ekki ýkja ánægð með þennan skilnað svo hún breytir þeim í dúkku með aðstoð Dr. Hakim.
Hvað svo sem gerist í kjölfarið er hrina dramatískra atburða sem allir krefjast mikils samstarfs en Fares hafði svo mikla trú á leiknum að hann lofaði þúsund bandaríkjadölum, eða 131,370 krónum í vasa hvers sem fékk leið á leiknum.
It Takes Two vann einnig verðlaun sem besti fjölskylduleikur ársins á móti fjórum tölvuleikjum frá Nintendo.
Hér að neðan má horfa myndband þar sem skýrt er frá tölvuleiknum.