Dune: Spice Wars kynntur til leiks

Dune: Spice Wars er væntanlegur til útgáfu á næsta ári.
Dune: Spice Wars er væntanlegur til útgáfu á næsta ári. Skjáskot/YouTube

Kynningarstikla um væntanlegan Dune tölvuleik var sýnd á The Game Awards sem fór fram í gær. 

Heitir leikurinn Dune: Spice Wars og er herkænskuleikur sem gerist í rauntíma. Eins og áður hefur komið fram er leikurinn byggður á skáldsögunni Dune eftir Frank Herbert og er áætlað að leikurinn verði gefinn út á næsta ári, sama ár og seinni Dune kvikmynd Denis Villeneueves verður sýnd í kvikmyndahúsum.

Hér að neðan má horfa á kynningarstikluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert