Undanúrslitin fara fram í dag

KRÜ Esports fagna því að hafa tryggt sér sæti í …
KRÜ Esports fagna því að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Valorant. Ljósmynd/Riot Games

Undanúrslit heimsmeistaramótsins í Valorant fara fram í dag. Fjögur lið eru nú tveimur sigruðum viðureignum frá fyrsta heimsmeistaratitlinum í Valorant.

Hvaða lið verður fyrsti heimsmeistarinn?

Liðin fjögur sem eftir standa eru Acend, Team Liquid, Gambit Esports og KRÜ Esports. Eitt þessara fjögurra liða mun standa uppi sem fyrsti heimsmeistarinn í leiknum Valorant.

Undanúrslitaviðureignirnar eru best-af-3, en úrslitaviðureignin er best-af-5. Tapi lið viðureign á þessu stigi hafa þau lokið leik, svo ljóst er að mikið er undir.

Fyrri undanúrslitaviðureignin er viðureign Acend og Team Liquid og hefst hún klukkan 17:00 í dag. Gambit Esports og KRÜ Esports mætast í seinni undanúrslitaviðureign klukkan 20:00 í kvöld.

Úrslitaviðureignin verður svo leikin á morgun, sunnudag, klukkan 17:00, en þá kemur í ljós hvaða lið verður fyrsti heimsmeistarinn í Valorant. Allir leikir eru sýndir í beinni útsendingu á Twitch rás Valorant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert