Arena heldur jólanámskeið fyrir börn

Arena heldur jólanámskeið í rafíþróttum fyrir börn.
Arena heldur jólanámskeið í rafíþróttum fyrir börn. Ljósmynd/Unsplash

Rafíþróttahöllin Arena tilkynnti nýlega að haldið yrði jólanámskeið í rafíþróttum fyrir börn á aldursbilinu átta til fjórtán ára.

Hefst námskeiðið þann 20. desember og stendur yfir í þrjá daga en yfirþjálfari Arena, Þórir Viðarsson, mun sjá um alla þjálfun á námskeiðinu. Í tilkynningunni segir að lögð verði áhersla á samskipti og samvinnu auk þess að stuðla að hraustari líkama og sál.

Eins kemur fram að boðið verði iðkendum upp á pizzuveislu í lok námskeiðs eða á síðasta deginum en ávextir verða í boði allt námskeiðið.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast á vefsíðu Arena og eins fer skráning fram þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert