Halo Championship mótaröðin hefur verið mikið í umræðunni á heimsvísu síðustu daga. Liðið Sentinels, sem hefur tvisvar unnið heimsmeistaramótið í Halo, hefur nú verið ásakað um svindl í undankeppni fyrir næsta mót.
Norður-ameríska rafíþróttafélagið Sentiels, sem þekkt er fyrir gott gengi í Valorant, teflir fram liði í Halo. Þegar liðið spilaði í undankeppni mótaraðarinnar Halo Championship kom upp grunur um að leikmaður liðsins væri að svindla.
Leikmaðurinn Mathew „Royal2“ Fiorante hefur marga aðdáendur, og voru þeir vonsviknir þegar upp vaknaði grunur um að hann væri að svindla. Þegar umræðan um mögulegt svindl kom upp á yfirborðið var Royal2 fljótur að eyða öllum upptökum af streymi sínu, sem þótti grunsamlegt.
Þegar Halo Championship rannsakaði málið nánar kom í ljós að Royal2 notaði hjálparforritið Georfilter til að fá betra hraðari ping-skipun í leikjum. Með notkun slíks hjálparforrit gerði það Royal2 kleift að gera leikinn ósanngjarnan, sem er jafnframt brot á reglum Halo.
Leikmaðurinn sem svindlaði, Royal2, hefur fengið keppnisbann sem gildir til 28. janúar næstkomandi. Vegna þessa munu Sentiels ekki taka þátt í næsta viðburði Halo Championship mótaraðarinnar, þar sem þeir ná ekki að tefla fram liði án Royal2.
Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem sagt er að Royal2 hafi ekki áttað sig á því að notkun forritsins var ekki leyfileg, en það er ekki gild afsökun, allir verði að fylgja reglum þess móts sem keppt er í.