Einhliða leikir í Vodafonedeildinni

Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive.
Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive. Grafík/Vodafonedeildin

Tveir leikir fóru fram í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar í Counter-Strike: Global Offensive í gær. Umferðinni lýkur næsta föstudag með tveimur leikjum, sem eru jafnframt þeir síðustu fyrir jól.

Vallea mættu tilbúnir

Vallea og SAGA mættust í fyrri leik gærkvöldsins, en fyrir leik voru Vallea í fjórða sæti og SAGA í því sjötta.

Frá upphafi leiksins var ljóst að Vallea ætlaði sér að hafa yfirhöndina allan leikinn, og virtust töluvert tilbúnari í leikinn en SAGA. Staðan var 13-2 fyrir Vallea í hálfleik og lítið um að vera SAGA megin. 

Leikurinn varð í raun aldrei spennandi og lauk með 16-5 sigri Vallea og náðu SAGA aldrei að koma sér á skrið. Stalz var frábær í liði Vallea og lauk leik efstur á skortöflu leiksins.

Með sigrinum komust Vallea í þriðja sætið og eru tveimur stigum ofar en XY sem eru í því fjórða, en XY eiga leik til góða. SAGA halda sjötta sætinu og halda sér í neðri hluta deildarinnar fyrir jól.

Úrslit leiks Vallea og SAGA í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar.
Úrslit leiks Vallea og SAGA í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar. Grafík/Vodafonedeildin

Ármann of seinir í gang

Seinni leikur gærkvöldsins var leikur Ármanns og Þór. Fyrir leik voru Ármann í fimmta sæti, en Þór í öðru. 

Þór sýndu yfirburði í fyrri hálfleik og leiddu 12-3 að honum loknum. Ármann fóru loksins í gang í byrjun seinni hálfleiks og sigruðu 4 lotur í röð, en segja má að þeir hafi mætt of seint til leiks og var góð byrjun síðari hálfleiks ekki nóg. Leiknum lauk með 16-8 sigri Þór.

Instant var besti maður vallarins hjá Þór. Þór halda öðru sætinu en eiga enn langt í land vilji þeir ná fyrsta sætinu, en topplið Dusty eru fjórum stigum ofar en Þór ásamt því að þeir eiga leik til góða. Ármann sitja á sama stað, í fimmta sæti, eftir tap gærkvöldsins.

Úrslit úr leik Þór og Ármann í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar.
Úrslit úr leik Þór og Ármann í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar. Grafík/Vodafonedeildin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert