Jólaviðburðir í tölvuleikjum spretta nú upp hvor á fætur öðrum. Vetrarviðburðurinn Forsty Fest er haldinn árlega í leiknum Rocket League, og hefst viðburður ársins á morgun.
Frosty Fest viðburðurinn er haldinn árlega í Rocket League, en á viðburðinum geta leikmenn klárað auðveldar áskoranir í leiknum til að eignast aukahluti í jóla- og vetrarþema sem hægt er að nota til að skreyta bílana í leiknum. Nýir hlutir eru í boði fyrir spilara á ári hverju.
Þegar leikmenn klára áskoranirnar eiga þeir í möguleika á að fá aukahlutina beint eða gullna gjöf sem hægt er að opna til að fá aðra hluti. Á viðburðinum fer einnig leikvöllurinn Beckwith Park í vetrarbúning.
Jólaþema verður í verslun leiksins, þar sem leikmenn geta fjárfest í öðrum aukahlutum. Frosty Fest vetrarviðburðurinn hefst á morgun klukkan 17:00 á íslenskum tíma.