Strákarnir í GameTíví fóru ótroðnar slóðir í tölvuleiknum Call of Duty: Warzone þar sem þeir prófuðu nýja kortið, Caldera, í fyrradag á mánudagsstreyminu.
Caldera hefur fengið umdeilda umfjöllun víðsvegar á netinu þar sem margir leikmenn um heim allan voru óánægðir með villur og gloppur sem finnast innanleikjar og má eflaust rekja það til verkfalls þróunaraðila leiksins.
Spiluðu þeir í þrjár og hálfa klukkustund og fengu því að kynnast kortinu ágætlega og gáfu áhorfendum góða innsýn í hverju má búast við af kortinu.
„Ég held að við séum sammála um að það er hellingur af skemmtilegum hlutum þarna, og það er alltaf gott að krydda aðeins upp á leikina með því að breyta svona um landslag,“ segir skemmtikrafturinn Dói í samtali við mbl.is.
Fóru gloppur og villur hinsvegar ekki framhjá þeim innanleikjar og nefnir Dói að þeir komu fram í grafík tölvuleiksins sem og við spilun leiksins en virknin þótti ekki upp á marga fiska.
„En við gerum bara eins og alltaf, það besta úr því,“ segir Dói og sést það á streymum þeirra að þeir eru duglegir að skemmta bæði sér og áhorfendum.
Í streyminu var Dói meðal annars „simbaður“ en þá stóðu þeir Kristján uppi á kletti og biður Dói Kristján um að halda á sér, eins og Simba var haldið uppi á kletti í kvikmyndinni Lion King.
Hér að neðan má horfa á Kristján og Dóa herma eftir því atriði í Lion King en allt streymið má horfa á í heild sinni á Twitch-rás GameTíví.