Hrósar hönnuðum Halo Infinite

Skjáskot úr leiknum Halo Infinite.
Skjáskot úr leiknum Halo Infinite. Skjáskot/youtube.com/Xbox

Segja má að útgáfa leiksins Halo Infinite hafi verið stærsta leikjaútgáfa ársins 2021. Fjölspilunarhluti leiksins kom út í nóvembermánuði, en einspilunarhluti leiksins kom út þann 8. desember síðastliðinn. Einn spilari leiksins hefur hælt hönnuðum leiksins vegna aðgengisvalkosta.

Aðdáendur leiksins urðu þó fljótir varir við ýmsa galla í leiknum og lýstur margir yfir óánægju sinni vegna þessa. Spilurum virðist þó almennt líka við fjölspilunarhluta leiksins vegna þess hve aðgengilegur hann er fyrir bæði nýja leikmenn og þá sem hafa spilað Halo-leikina áður.

Aðgengisvalkostirnir gefa aukin tækifæri

Einn spilara leiksins Halo Infinite hrósaði hönnuðum leiksins á samfélagsmiðlinum Reddit fyrr í vikunni. Spilarinn segist ekki hafa getað spilað fyrstu-persónu skotleiki í mörg ár vegna fötlunar, en hafi það nú breyst eftir útgáfu Halo Infinite.

„Ég verð að segja að aðgengisvalkostirnir (e. accessibility options) í nýja Halo leiknum eru ótrúlegir og hönnuðir leiksins eiga hrós skilið fyrir að leggja sig fram við að gera þessa valkosti að veruleika,“ segir spilarinn. 

Hann lýsir fötlun sinni betur og segist geta hreyft báðar hendur en hafi enga hreyfigetu í fingrum sínum. Honum finnst leikurinn skemmtilegur og upplifir hann svipað og leikina í „gamla daga“ s.s. Doom og Halo 1. Færslu spilarans má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert