Nú þegar líða fer að jólum gefast ýmis tækifæri til að bæta við jólaþema í útsendingar. Útsending Vodafonedeildarinnar í gær var í jólabúningi og snjóaði meðal annars í útsendingu.
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar hófst í gær, en umferðin er jafnframt sú síðasta fyrir jól og því tilefni til að bæta við jólaþema í síðustu útsendingar ársins.
Útsendingar Vodafonedeildarinnar fara fram úr stúdíói Meta Production sem er staðsett í Arena. Stúdíóið hefur nú verið skreytt með jólaseríum og greni, ásamt því að snjókoma var á skjánum í upphafi útsendingar.
Toppmaður Tomma varð jólatoppmaður Tomma í þætti gærkvöldsins og voru allir toppmenn með jólasveinahúfur. Annar lýsendanna var prýddur jólasveinahúfu ásamt jólarauðri slaufu.