Tölvuturninn eins og hús frá miðöldum

Marina og Hansi byggðu tölvuturn sem lítur út eins og …
Marina og Hansi byggðu tölvuturn sem lítur út eins og hús frá miðöldum. Skjáskot/YouTube/NerdForge

Nördaparið Marina og Hansi birtu myndband á youtuberásinni sinni, Nerdforge, þar sem Marina byggði tölvuturn sem lítur út eins og þriggja hæða timburhús frá miðöldum.

Tölvuturninn á að hýsa tölvuna sem þau nota til þess að klippa saman myndbönd og fleira sem þau gera á rásinni.

Gerði ráð fyrir kælingu

Byrjaði hún á að skera grunninn út úr pappakössum og tók myndir af því frá nokkrum sjónarhornum til þess að teikna á myndina hvernig það ætti að líta út að lokum. Hafði hún gert ráð fyrir kælingu tölvunnar og ákveðið hvert hver hluti hennar ætti að fara.

Eftir að hún hafði hannað útlit turnsins hófst hún handa við að skera út viðeigandi trébita til þess að setja saman. Að því loknu notaðist hún við segla til þess að halda hæðunum saman og eins svo auðvelt væri að taka hana í sundur þegar þarf.

Skref fyrir skref

Augljóst er að mikil vinna fór í bæði hönnun og útlit turnsins þar sem margþætt smáatriði eru tekin fyrir varðandi útlitið. Fer Marina vel yfir hvert skref með áhorfendum og er því bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með þróun turnsins frá grunni.

Myndbandið í heild sinni má horfa á hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert