Braust út úr Minecraft-fangelsi

Hamstur tókst á við völundarhús úr Minecraft í raunheimum.
Hamstur tókst á við völundarhús úr Minecraft í raunheimum. Skjáskot/YouTube

Tölvuleikurinn Minecraft er vel þekktur á meðal þeirra sem spila tölvuleiki en hefur nú tölvuleikurinn náð til nýs hóps, hamstra.

Myndband birtist á YouTube-rásinni My Sunshine Hamster þar sem að hamstur fékk að upplifa völundarhús Minecraft frá fyrstu hendi.

Eigandi hamstursins hafði byggt fangelsis-völundarhús fyrir hann og látið hann brjótast út úr fangelsinu, en í völundarhúsinu voru ýmsar gildrur og aðrar áskoranir sem hamsturinn þurfti að vinna bug á.

Tók eigandinn myndbandið upp og gefa áhorfendum því kost á að fylgjast með hamstrinum brjótast út úr fangelsis-völundarhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert