Fyrsti tölvuleikurinn með billjón áhorf

Minecraft er fyrstur tölvuleikja til þess að ná billjón áhorfum …
Minecraft er fyrstur tölvuleikja til þess að ná billjón áhorfum á streymisveitunni YouTube. Skjáskot/YouTube/Minecraft

Frá því að tölvuleikurinn Minecraft var fyrst gefinn út, árið 2009, hafa myndbönd úr leiknum verið mjög vinsæl á streymisveitunni YouTube og er YouTube jafnframt einn stærsti vettvangur þeirra leikmanna til þess að streyma og fylgjast með streymum úr leiknum.

Nú rúmlega áratug síðar er Minecraft opinberlega fyrsti tölvuleikurinn sem hefur náð fleiri en billjón áhorfa á myndböndum á YouTube.

YouTube hefur opnað glænýja síðu á veitunni, Minecraft Culture & Trends, í tilefni dagsins. Þar er farið í gegnum nokkrar af mörgum mismunandi hliðum þess sem hefur myndað alþjóðlegt samfélag leiksins á YouTube.

Minecraft hefur einnig sett á markað glænýtt myndband af safninu, Minecraft Museum, sem er fyllt af páskaeggjum. Myndbandið er til fögnuðar þess gríðarmikla efni af tölvuleiknum Minecraft sem hefur verið búið til og notið af Minecraft-samfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert