Jólahátíð Assassin's Creed

Skjáskot frá jólahátíðinni í fyrra.
Skjáskot frá jólahátíðinni í fyrra. Skjáskot/Assassin's Creed Valhalla

Margir leikir fá yfirhalningu rétt fyrir jól, ýmist með því að halda jólatengda viðburðir í leikjum sínum eða með útlitsbreytingum. Assassin’s Creed Valhalla er einn þeirra leikja sem heldur jólaviðburð í ár, en viðburður þeirra nefnist Yule Festival.

Jólahátíðin snýr aftur

Leikurinn Assassin’s Creed Valhalla kom út fyrir rúmlega ári síðan, en nú eru spennandi dagar framundan fyrir spilara leiksins. Nýr viðbótarpakki hefur verið tilkynntur til leiks, ásamt því að jólahátíðin Yule Festival hefst í dag.

Jólahátíðin hefst í dag og mun henni ljúka þann 6. janúar. Hátíðin mun innihalda frítt efni og verkefni (e. quests) fyrir spilara ásamt aukahlutum s.s. snjóþöktu hári og skeggi fyrir karaktera í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert