Nýtt streymisforrit TikTok

TikTok hefur nú gefið út forritið TikTok LIVE Studio sem …
TikTok hefur nú gefið út forritið TikTok LIVE Studio sem gerir notendum kleift að streyma frá tölvum sínum á miðilinn. AFP

Samfélagsmiðillinn TikTok er felstum kunnugur, en miðillinn hefur notið mikilla vinsælda á heimsvísu síðustu ár. TikTok hefur nú gefið út nýtt forrit sem nefnist TikTok LIVE Studio sem gerir notendum kleift að streyma á miðil þeirra.

Svipar til annarra forrita

Streymisforritið TikTok LIVE Studio er nú aðgengilegt TikTok notendum á Windows stýrikerfi á PC-tölvum. Forritið virðist ekki vera aðgengilegt á farsímum, en frekari upplýsingar um forritið skortir.

Forritið gerir notendum kleift að taka inn hljóð og mynd frá fleiri en einum uppruna, og svipar mikið til annarra streymisforrita. Notendur geta flutt stillingar í forritið frá öðrum streymisforritum s.s. OBS og StreamElements. 

Nú geta notendur því streymt frá PC-tölvum sínum á TikTok með notkun TikTok LIVE Studio og sýnt frá leikjum sínum eða öðrum athöfnum. Með útgáfu forritsins er TikTok nú í samkeppni við aðrar streymisveistur s.s. Twitch. 

Athugið að forritið virðist aðeins aðgengilegt notendum frá völdum löndum, en ekki er vitað hvenær það verður aðgengilegt öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert