Soulja Boy bannaður án útskýringa

Rapparinn Soulja Boy.
Rapparinn Soulja Boy. Ljósmynd/Soulja Boy

Rapparinn Soulja Boy hefur verið duglegur að streyma á streymisveitunni Twitch undanfarið.

Nú hefur hinsvegar komið babb í bátinn og hefur hann verið bannaður á veitunni án útskýringa.

Hótar að fara í mál við Twitch

Þann 10. desember síðastliðinn lenti Soulja Boy í því að vera bannaður á Twitch og hefur banninu ekki verið aflétt síðan þá. Hann hefur leitað útskýringa á banninu og segir hann að engin svör séu að fá frá Twitch varðandi atvikið.

Soulja Boy segir á Twitter að hann ætli að kæra Twitch, fái hann ekki banninu aflétt. Ef marka má aðrar færslur rapparans á Twitter virðist hann sár yfir því hvernig atvikaðist, og vill hann fá útskýringar fyrir banninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert