Aðdáendur höfðu beðið eftirvæntingafullir eftir Endwalker-viðbótarpakka leiksins Final Fantasty XIV. Vegna mikilla eftirspurna og vandamála hafa nú sölur leiksins verið stöðvaðar tímabundið.
Square Enix, útgefandi Final Fantasy XIV, tilkynnti í dag að sölur Final Fantasy XIV hafa verið stöðvaðar vegna vandamála tengdum leikrásum (e. server) sem komu upp í kjölfar útgáfu nýjustu viðbótar leiksins.
Þrátt fyrir að sölur hafi verið stöðvaðar geta núverandi leikmenn þó ennþá spilað leikinn. Ásamt stöðvun á sölu hefur Square Enix ákveðið að stöðva allar auglýsingar fyrir leikinn.
„Tímabundin stöðvun á sölu mun standa yfir í nokkra daga á meðan við vinnum að því að laga vandamálin. Við munum vinna að því eins fljótt og við getum, en við vitum að þetta verður hægfara ferli,“ er haft eftir Naoki Yoshida, framleiðanda og leikjastjóra Final Fantasy XIV.
Áætlað er að sala leiksins muni hefjast aftur þann 21. desember næstkomandi.