Dusty fara ósigraðir í jólafríið

Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive.
Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive. Grafík/Vodafonedeildin

Tíundu umferð Vodafonedeildarinnar lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Voru leikirnir tveir þeir síðustu fyrir jól, og er nú deildin því komin í frí fram í janúar.

Frábær fyrri hálfleikur skilaði XY sigri

XY og Fylkir mættust í fyrri leik kvöldsins. Fyrir leik voru XY í fjórða sæti og Fylkir sjöunda, eða næstsíðasta sæti. 

Fylkir byrjuðu leikinn mun verr en XY og var staðan í hálfleik 11-4 fyrir XY. Síðari hálfleikurinn var jafnari, en það var ekki nóg fyrir Fylki sem lutu í lægra haldi og lauk leik með 16-9 sigri XY.

XY sigruðu Fylki í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar.
XY sigruðu Fylki í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar. Grafík/Vodafonedeildin

Kórdrengir kitluðu Dusty

Seinni leikur kvöldsins var leikur toppliðs Dusty og botnliðs Kórdrengja. Dusty voru fyrir leik ósigraðir á toppi deildarinnar, en Kórdrengir í neðsta sæti með aðeins einn sigur. 

Dusty tóku fínt áhlaup í byrjun leiks, en Kórdrengir voru ekki lengi að svara og var staðan 8-7 í hálfleik fyrir Dusty. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sigra lotur. Leikurinn var virkilega spennandi í lokin, en það voru Dusty sem höfðu betur og sigruðu 16-14.

Dusty höfðu betur á móti Kórdrengjum í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar.
Dusty höfðu betur á móti Kórdrengjum í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar. Grafík/Vodafonedeildin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert