Hærri fjöll og dýpri hellar

Cave&Cliffs uppfærslan er nú aðgengileg öllum notendum Minecraft.
Cave&Cliffs uppfærslan er nú aðgengileg öllum notendum Minecraft. Grafík/Minecraft

Tvær vikur eru síðan að seinni hluti Caves&Cliffs-uppfærslunnar í ævintýraleiknum Minecraft fór í loftið. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur uppfærslan aukið magn af hellum og klettum.

Fyrri hluti uppfærslunnar kom út síðasta sumar, en nú hefur seinni hlutinn verið gefinn út. Þegar ný uppfærsla fer í loftið í Minecraft fylgja yfirleitt einhverjar nýungar, s.s. nýir hlutir og ný landsvæði.

Enn stærra svæði til að kanna

Nýja uppfærslan býður spilurum uppá stærra svæði til að kanna en aldrei áður, en bæði loft- og neðanjarðarrými hafa verið stækkuð töluvert. Það ver gert vegna þess að háum klettum og djúpum hellum var bætt við í uppfærslunni.

Ýmislegt er að finna í nýjum og dýpri hellum í …
Ýmislegt er að finna í nýjum og dýpri hellum í nýrri uppfærslu í Minecraft. Skjáskot/Minecraft

Landslagið er töluvert breytt frá fyrri útgáfum, og má nú sjá mikið af fallegum fjöllum sem eru nú hærri en aldrei áður. Þegar neðanjarðar er litið má finna enn fleiri hella en áður, og eru þeir dýpri og stærri.

Átta nýjum tegundum af landsvæðum hefur verið bætt við leikinn, sem flest innihalda há fjöll og djúpa hella. Einnig hefur verið gerð breyting á staðsetningu uppsprettu efna sem finnast neðanjarðar. Staðsetningar efnanna í nýju uppfærslunni má finna hér

Fjöllin hafa aldrei verið jafn há og mörg í Minecraft.
Fjöllin hafa aldrei verið jafn há og mörg í Minecraft. Skjáskot/Minecraft
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert