Heimsmeistaramótið í Hearthstone um helgina

Heimsmeistaramótið í Hearthstone.
Heimsmeistaramótið í Hearthstone. Skjáskot/BlizzardEntertainment

Heimsmeistaramótið í leiknum Hearthstone fer fram um helgina. Mótið fer fram á netinu og hafa átta bestu leikmenn heims tryggt sér sæti í mótinu.

Keppendunum átta hefur verið skipt í tvo riðla, sem skipa fjórum leikmönnum hvor, og komast efstu tveir leikmenn hvors riðils áfram í úrslitakeppni. 

Hver verður heimsmeistari?

Það eru Gaby, Nalguidan, Tianming og Posesi sem leika í A-riðli mótsins, en í B-riðli eru Frenetic, McBanterFace, glory og Xiaobai.

Allar viðureignir mótsins eru best-af-5 og eru rúmlega 64 milljónir króna í heildarverðlaunafé. Mótið fer fram þessa helgi, og verður leikið bæði laugardag og sunnudag. Úrslitaviðureign mótsins verður leikin á sunnudaginn.

Heimsmeistaramótinu í Hearthstone verður streymt á sex tungumálum. Upplýsingar um streymi, stöðu riðla og úrslit má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert