Jólabúllumótið hefst í dag

Jólabúllumótið í Rocket League fer fram í dag.
Jólabúllumótið í Rocket League fer fram í dag. Skjáskot/Psyonix/Rocket League

Jólabúllumótið í tölvuleiknum Rocket League hjá 354Gaming fer fram á í dag en skráningu á mótið lýkur klukkan 16:00 í dag.

Keppt verður í þriggja manna liðum og fer mótið fram í best-af-þremur riðlakeppni. Ræðst það eftir þátttöku hversu margir komast síðan áfram í einfalda útsláttarkeppni.

Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk.

Streymt verður frá mótinu á Twitch-rás 354Gaming klukkan 19:00 og munu þeir Allifret, Fluffy og Fenrisúlfur lýsa mótinu. Eins verður hægt að horfa á mótið á Búllubarnum á Selfossi.

Verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin og meðal vinninga eru derhúfur eða húfur, frí máltíð á búllunni og verðlaun innanleikjar en nánari upplýsingar um verðlaun og reglur mótsins má finna í gegnum skráningarhlekkin hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert