Mercedes meistarar í stafrænu Formúlunni

Jarno Opmeer var stigahæstur allra leikmanna í stafrænu Formúlunni á …
Jarno Opmeer var stigahæstur allra leikmanna í stafrænu Formúlunni á árinu. Skjáskot/F1 Esports Series Pro Championship

Síðasta viðburði stafrænu Formúlu 1 lauk í gær og er nú ljóst hvaða lið er sigurvegari ársins. Lið Mercedes lauk keppni efst stiga og er því meistari í stafrænni Formúlu árið 2021.

Það kom ekki mörgum á óvart að það var Jarno Opmeer, ökumaður Mercedes, sem var stigahæsti leikmaður ársins, enda hefur hann verið framúrskarandi á tímabilinu. Leikmaðurinn sem lenti í öðru sæti var ekki langt á eftir Opmeer, en það var Frederik Rasmussen ökumaður Red Bull.

Lið Opmeer, Mercedes, var stigahæsta liðið að loknum síðasta viðburði ársins og eru þeir því stafrænir Formúlu 1 meistarar. Er þetta í annað sinn sem Opmeer hampar titlinum, en hann sigraði keppnina árið 2018 þegar hann ók fyrir Alpha Romeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert