Milljóna króna tjón eftir innbrot í spilakassasal

Sjávarhellirinn (e. Sea Cave Arcade) varð fyrir töluverðum hamförum.
Sjávarhellirinn (e. Sea Cave Arcade) varð fyrir töluverðum hamförum. Skjáskot/Facebook/Sea Cave Arcade

Síðastliðinn sunnudag ákvað einstaklingur að hylja spilakassa í Sjávarhellinum, Sea Cave Arcade and Bar, sem staðsettur er í New Orleans, með límmiðum en þegar eigandi spilasalsins Judah Lea bað hann um að fara svaraði viðskiptavinur með því að spyrja hvort hann hefði „áhuga á að deyja“. 

Læsti fólkið inni

Eins og kemur fram á fréttavefnum Nola var maðurinn, sem gengur undir nafninu „The Wolf“, tiltölulega nýr viðskiptavinur hjá Sjávarhellinum en hafði unnið sér inn slæmt orðspor á staðnum fyrir það að vera dónalegur og láta öðrum viðskiptavinum líða óþægilega.

The Wolf fékk áskriftina endurgreidda og var honum hent út af staðnum, en á bílastæðinu tók hann upp fiðrildahníf og nefndi að hann ætti riffil og var þetta um kvöldið, í kringum 19.30. Hálftíma seinna var hann mættur á ný og læsti hann framhurðinni með hjólalás, sem gerði það að verkum að bæði viðskiptavinir og starfsmenn voru læstir inni í Sjávarhellinum.

Braut og bramlaði

Þá tók hann upp á því að brjóta glugga á húsinu og við það flugu glerbrot um allan staðinn en þá komu viðskiptavinir og starfsmenn sér út um bakdyrnar. Hringdu þeir þá á lögregluna en þegar hún kom á staðin var The Wolf horfinn.

Seinna um nóttina, að sögn Leu eiganda, kom skemmdarvargurinn aftur. Lea segist hafa horft á öryggismyndavélar frá heimili sínu þegar The Wolf gerði skemmdarverk á spilasalnum með öxi að innan sem utan. Aftur hringdi Lea á lögguna, aftur komu þær of seint. Milli 01.00 og 02.30 braut The Wolf alla skjái, spilakassa, sjónvörp og glugga í Sjávarhellinum.

Lea metur heildartjónið á milli 30 til 50 þúsund bandaríkjadala en það eru um 3,9 til 6,5 milljónir íslenskar króna.

Var vopnaður

Á mánudagskvöldið var síðan hópur af starfsmönnum og fastagestum að hjálpa til við að þrífa upp sóðaskapinn þegar The Wolf var sagður hafa snúið aftur, en að þessu sinni með skammbyssu.

Að sögn fastagestsins, Matt Ray, var hópurinn að líma upp rifnar rúður þegar The Wolf hljóp vopnaður á eftir þeim og öskraði, en þá flúði hópurinn og The Wolf stakk af.

Lögreglan í New Orleans handtók The Wolf klukkan 23.45 á mánudagskvöldinu en hefur ekki enn gefið út frekari upplýsingar. Í millitíðinni er spilasalurinn öruggur.

Sett upp herferð

Nú er eigandinn, Lea, að óska eftir hjálp við að koma Sjávarhellinn aftur í lag. Ekki einn einasti af handmáluðu spilakössunum slapp við skemmdir.

Gömul sjónvörp sem voru tengd við eldri leikjatölvur voru mölbrotin. Lea hefur sett upp GoFundme herferð til að hjálpa til við að sjá um tjón sem ekki eru tryggð af tryggingum og til að halda starfsmönnum sínum á launum á meðan á stöðvun stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert